Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir (Heidi Ola)
Ég er fædd í apríl árið 1984 á Patreksfirði, og ólst upp þar til 6 ára aldurs, en þá flutti ég til Reykjavíkur. Ég tel það hafa verið mikil forréttindi að fá að alast upp út á landi og er ég alltaf sveitastelpa í mér. Ég var sem barn öll sumur á Patró hjá ömmu og afa eða upp í sveit hjá frænku minni að mjólka kýr. Ég er mikill dýravinur og eigum við kærastinn minn fugla, ali endur, ali gæsir, landnámshænur og svo Border Collie hundinn okkar hann Heimir
Þegar ég flutti til Reykjavíkur þá 6 ára gömul, byrjaði ég að æfa ballett, breytti svo yfir í jazz-ballett þegar ég var 12 ára og æfði frjálsar íþróttir á Patreksfirði á sumrin. Þegar ég var 16 ára fór ég að æfa í World Class og mætti þá mest í allskonar tíma og lyfti með, en var þá meira í léttu lóðunum.
Ég fékk svo að fá meiri áhuga á lyftingunum og þótti alltaf gaman að lyfta lóðum. Ég fór fyrst almennilega að lyfta lóðum eftir að ég horfði á mína fyrstu Fitness keppni í Háskólabíó árið 2008. Á þeirri keppni fylgdist ég með keppendum í módelfitness og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera og eftir það var ekki aftur snúið.
Ég keppti í fyrsta sinn ári seinna og lenti í 3ja sæti. Sú tilfinning að lenda á verðlaunapalli eftir alla vinnuna sem fylgir því að stunda fitness er ólýsanleg, eins og flestir sem keppa í einhverju kannast við! Síðan þá hef ég ekki getað hætt að bæta mig og reyna að gera enn betur en áður. Núna er fitnessið orðin hluti af lífstíl mínum og auk þess starfa ég líka sem einkaþjálfari, en ég útskrifaðist úr einkaþjálfaraskóla World Class árið 2011.
Að geta sameinað vinnu og áhugamál er stórkostlegt, þjálfunin er draumavinna, og ég gæti ekki verið ekki verið sáttari. Ég er líka snyrtifræðingur, útskrifaðist af Snyrtibraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti árið 2008. Ég vann sem snyrtifræðingur áður en ég fór að þjálfa.
Ég hef alls keppt á 14 mótum frá árinu 2009. Árið 2012 var mitt besta ár hingað til en þá hreppti ég annað sæti á Arnold Classic í Bandaríkjunum, varð Íslandsmeistari, Loaded Cup meistari í Danmörku, Heimsbikarmeistari, lenti í 6. sæti á Arnold Evrópu og Bikarmeistari á Íslandi í nóvember. Þá varð ég einnig heildarsigurvegari í módel fitness keppninni á Íslandi, en alls kepptu 64 stúlkur.
Ég hef kynnst nýrri hlið á mér seinustu árin og vissi t.d. ekki að ég væri svona mikil keppnismanneskja. Ég hef alla tíð verið þrjósk og komist langt á því, hef haft mikið fyrir þessu öllu saman og ekki alltaf verið á toppnum en svo þegar ég loks komst þangað þá sá ég hvað þetta var allt þess virði. Stanslausar æfingar, strangt mataræði, passa að fá nægan svefn og stunda heilbrigðan lífstíl, þetta helst allt í hendur. Svo ekki er hægt að segja að ég hafi ekki haft fyrir þessu, þetta hefur kostað sitt.
En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi!
Ég hef ekki keppt síðan í maí 2014. Búin að leggja fitness skóna á hilluna. Nýt þess að borða hollt, æfa vel og hjálpa öðrum við að breyta um lífstíl og ofar öllu öðru að bæta heilsu sína.
Endilega haldið áfram að fylgjast með mér bæði hér og „like“ síðunni minni á Facebook. Ég ætla að vera dugleg að sýna ykkur hvað ég borða, því það er eitt af því mikilvægasta í þessu öllu saman, en talið er að mataræðið skipti 80% máli þegar kemur að því að vera í góðu formi.
Heidi Ola
I was born in the west coast of Iceland, in a small town called Patreksfjörður in 1984, and I lived there until I was 6 years old, when I moved to Reykjavik. After that I spent my summers with my grandparents in Patreksfjörður or at my aunts farm milking cows.I have always been an animal lover, my boyfriend and I have birds, ducks, geese and hens on our land, we also have a Border Collie named Heimir!
When I was 6 and moved to Reykjavik I started taking ballet-classes and then jazz-ballet later on, and I practiced athletics, track and field, in the summertime in Patreksfjörður. When I turned 16 years old I started taking aerobics classes in „World Class-gym“. I became more and more interested in weight-lifting, when I first watched a Fitness competition in 2008. At this same competition I saw the competitors in model fitness and thought to myself that this was something I would like to do.
I entered my first competition one year later and won 3rd place and that was a wonderful feeling! Since then I haven´t stopped improving myself and I am always trying to get better. Fitness is now a big part of my life and I even work as a personal trainer, as I finished my degree in personal training in 2011. I am also a qualified beauty technician since 2008.
It is a privilege to be able to combine work and my hobby so I couldn´t be more content with my life as it is today!
Since 2009 I have competed in 14 competitions. My best yea was 2012, in that year I earned 2nd place in Arnold Classic USA, became Iclandic Champion, Loaded Cup Champion in Denmark, Bikini world Cup champion in Hungary, took 6th place in Arnold Europe. I also became Icelandic Cup champion in November and overall winner of 64model fitness competitors.
I have gotten to know a new me these last years, for example I had no idea I was such a competitive person! I have always been stubborn and that has taken me far, but I have had to work hard to reach my goals. I have not always been on top but when I finally made it to the top it was so worth it! All the hard exercise, diet, getting enough sleep and leading a healthy lifestyle, it all counts when it comes down to it, if you want to achieve something.
Everything is possible!
I haven’t competed since May 2014. And I will not be competing in fitness anymore. I love to eat healthy, exercise well and help others to change lifestyle and above all else to improve their health.
Please continue to follow me on my website and my Facebook “like” page
https://www.facebook.com/AdalheidurYrOlafsdottir?fref=ts where I will be showing you what I eat, because that is one of the most important things when it comes to achievements in model fitness. It has been said that the diet counts for 80% of the result.