Ég gerði þessar dásamlegu góðu mjúku smákökur með Appolo lakkrískurli með súkkulaði og hvítu Lindu súkkulaði fyrir jólin. Heppnaðist svo vel en ég vil hafa mikinn lakkrís svo ég mundi mæla með að nota tvo poka í þessa uppskrift ef þið eruð fyrir mikinn lakkrís eins og ég.
Hitið ofnin í 200gr.
- 1 bolli smjör
- 1 bolli sykur
- 1 bolli púðursykur
- 2 tsk vanilludropar
- 2 egg
- 3 bollar hveiti
- 1 tsk matarsódi
- ½ tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1-2 pokar Appololakkrís kurl
- 1 plata hvítt Lindu súkkulaði
Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur, bætið við einu egg í einu og vanilludropum.
Setjið öll þurrefnin saman í skál og bætið þeim svo varlega við.
Skerið niður hvita súkkulaðið ég hafði það í frekar grófum bitum og bætið því svo ásamt lakkrískurlinu útí og hrærið saman við.
Raðið svo á bökunarplötu með ágætis millibili þær stækka vel, ég notaði teskeið og gerði litlar kúlur og ýtti svo rétt ofan á þær.
Bakið í 10 mín.