Hafra vöfflur

Vöfflaðu hafragrautinn þinn 🙂 Svo einfalt og gott !

Ég borðaði þessar vöfflur næstum alla morgna þegar ég var í niðurskurði fyrir mót, þá hafði ég þær bara plane en svo má leika sér að setja allskonar í þær eða ofan á þær t.d. um helgar í morgun brunch.
[do_widget „Featured Image“] Aðferð:

Hitið vöfflujárnið og smyrjið það að innan með kókosolíu eða spreyið með pam spreyi.  Það má líka hella þessu á pönnu og gera pönnukökur,  jafnvel nota samloku grillið, bara það sem þið eigið.

Hafra vöfflur:

30-40gr hafrar (það er skirka magn fyrir kvennmann í morgunmat)

2 heil egg eða 200ml eggjahvítur

dass af kanil eftir smekk, má sleppa

1 msk rúsnínur eða frosin bláber, má sleppa

 

Allt sett saman í skál og hrært með písk eða gaffli. Líka hægt að setja í mixara og fá enn fínna deig.  Svo bara hellt í járnið, þetta ætti að duga í 2 vöffur.

Ég geri þær oft kvöldið áður og tek með kaldar í nesti.

En þær eru bestar heitar og setja á þær t.d. klípu af kókosolíu og láta bráðna yfir, Walden Farms pancake sýróp, lífrænt hnetusmjör og sykurlausa sultu, eða jafnvel smjör og ost bara það sem ykkur dettur í hug 🙂

 

Made by Heidi Ola 😉