Páska marengs með salt karamellu súkkulaði frá Nóa

Ég er búin að vera mikið í veislum undanfarið og er ég mjög hrifin af marengs tertum og skellti í aðra svoleiðis á dögunum í páska búning. Sama uppskrift og bleika kakan nema ég setti rice krispes í þessa og Nóa rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti í súkkulaði hjúpin.[do_widget „Featured Image“]Hitið ofnin í 125° og klæðið tvö bökunarform að innan með álpappír.

Marengs 

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl rice krispies

Hrærið eggjahvíturnar þar til þær verða léttar of fluffý, bætið sykri útí og hrærið þar til blandan verður stíf. Bætið svo rice krispes útí og hrærið því varlega saman við með sleif. Skiptið deiginu í jafnt í bæði formin og smyrjið vel úr. Bakið í 80 mín. Látið botna kólna avleg áður en sett er á þá. En mér finnst best baka þá kvöldið áður og láta þá standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum yfir nóttina. Ég setti rjómann svo á um morguninn svo kakan mundi ná að riðja sig aðeins fyrir kvöldið, mareges er alltaf bestur þegar rjóminn er búin að lyggja aðeins á í minnsta kosti 8 tíma.

Þeyttur rjómi á milli

  • 1/2 l þeyttur rjómi

&nbsp

Súkkulaði hjúpur yfir

  • 150 g Rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti
  • 90 g ósaltað smjör
  • 1 msk sýróp

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt smjöri, sýrópi og salti, hrærið þar til það verður slétt. Má líka hita í örbylgjuofni í um 50 sek. Látið kólna þar til það þykknar örlítið eða um 15 mín áður en þið hellið því yfir.

Skreytti svo með Mini eggs
IMG_4521IMG_4546 Made by Heidi Ola 😉