Stundum er bara nauðsynlegt að fá rigningardaga inná milli og ekki skemmir að það sé á sunnudegi og maður hafi þá afsökun fyrir vera bara heima í kósý:) Horfa á góða mynd, lesa bók og kúra og gera gúrme brunch:)
[do_widget „Featured Image“]Ristað LKL brauð frá Jóa Fel
Fitu minna stjöru beikon bakað á smjörpappír í ofni með agave sýrópi og smá sukrin gold (púðursykur).
Skornir ávextir og það sem til var í ískápnum.
Gott að smyrja brauðið með hnetusmjöri, setja ávexti og beikon (veit það hljómar skringilega, en sætt beikon namm:) og svo meiri ávexti ofan á slurp af sýrópi!
Gerði svo seinnipartinn gríska jógúrt (1 dós, f/2) hrært með 1/2 skeið af vanillu íspróteini frá QNT (, skipt í tvær skálar, ber sett útá og dass af Sukrin Melis (fljórsykri) stráð yfir:P
By Heidi Ola 😉