Þjálfun

Matarplön

Árangurssögur

Besta ákvörðun sem ég hef tekið í mörg ár! Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Heiðu eftir að hafa fylgst með bestu vinkonu minni blómstra, en hún var þá búin að vera hjá henni í aðeins 4 mánuði. Ég ákvað að slá til enda hafði ég árangurinn beint fyrir framan mig. Eftir að eg byrjaði að æfa fann ég strax hvað þjálfunin var vel skipulögð og algjörlega sniðin fyrir mig, líkaminn tók breytingum á þæginlegum hraða og í algjöru jafnvægi. Ég upplifði aldrei öfgar, heldur eingöngu heilbrigðar ráðleggingar ásamt matarplani völdu fyrir mig. Ég sagði Heiðu að hún losnaði ekkert við mig það yrði hún sem hætti með mér og sú var raunin. Ég var með henni í níu mánuði sem eru vel varður timi. Ég er mjög grönn manneskja sem þurfti fallegar kvenlegar línur. Hún uppfyllti allar mínar væntingar. Í dag hef ég öðlast sterkan líkama og skerkari sjálfsmynd og yndislega vinkonu! Ég mun halda áfram að leita til hennar þegar spurningar vakna.

Ég byrjaði í þjálfun hjá Heiðu árið 2013. Ég byrjaði fyrst á að fara á Fitness form námskeið í janúar sem hún og Kristbjörg voru með, svo fór ég í einkaþjálfun í framhaldi af því, þar sem eg þurfti meira aðhald og að koma mataræðinu i gang þar sem ég var að borða of litið. Ég fékk nefnilega smá vott af anorexíu þegar ég var að æfa í JSB toppi til táar, þar sem var rosalega strangt aðhald. En eftir að ég for til Heiðu kom hún mataræðinu í gang hjá mér og æfingarnar voru æðislegar. Það var alltaf svo gaman á æfingunum, hún er alveg frábær þjálfari gat ég alltaf leitað til hennar sem ég met til mikils. Ég mæli eindregið með henni sem þjálfara því hún er svo fær i sínu fagi. Hún kom mér á réttu brautina, hún er líka svo mikið yndi. Ég þurfti svo að taka mér pásu í ár þar sem eg varð ólétt og fékk 2 áföll í fjk núna á siðasta ári. Svo verður maður bara duglegur að ganga með vagninn þar sem ég fékk minn gullmola núna í janúar.

Ég var í þjálfun hjá Heiðu í um 8 mánuði. Ég og vinkona mín höfðum talað lengi um það að koma okkur í ræktina, en hikuðum alltaf við að fara sjálfar og ákváðum því að finna okkur þjálfara. Besta val sem viðhöfum tekið var að velja hana Heiðu. Ég var mjög stressuð að byrja, en hún tók svo vel á móti okkur að þótt ég hafði verið alveg búin á því eftir fyrstu æfinguna, hlakkaði mér til að mæta á þá næstu.
Hún er með fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar og maður lærir margt hjá henni og eitt af því skemmtilega er hvernig hún nýtir tækin, þau eru kannski ætluð fyrir ákveðna æfingu og hún kennir manni hvernig maður getur nýtt það í fleiri æfingar, eitthvað sem maður átti ekki von á en virkar samt ótrúlega vel.
Ég mæli með að kíkja í þjálfun til Heiðu, hún er alveg frábær. Hún hefur svo mikla trú á manni og lætur mann gera hluti sem maður hefði aldrei átt von á að geta gert.

Mér og vinkonu minni fannst vera kominn tími til að fara að ná einhverjum árangri í ræktinni og höfðum því samband við Heiðu. Upphaflega planið var að taka einn mánuð í einkaþjálfun hjá henni, en við enduðum á því að vera í 6 mánuði því það var svo ótrúlega gaman hjá okkur.
Ég hlakkaði alltaf til þess að fara á æfingar hjá Heiðu, þær voru bæði frumlegar og krefjandi en umfram allt skemmtilegar.

Heiða hugsar vel um sína kúnna og er með sérsniðið prógram að þörfum hvers og eins. Hún hefur mikla reynslu í þessum bransa og mæli ég heilshugar með henni.
Sama hvort það voru bakverkir eða fróðleikur um mataræði, Heiða var með lausnir við öllu.

Ég byrjaði í fjarþjálfun hjá Heiðu árið 2013 og hef ég af og til verið í þjálfun hjá henni síðan þá. Ég hafði heyrt góðar sögur af henni sem þjálfara og ákvað að slá til og heyra í henni. Ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Ég var á þeim tíma búin að flakka mikið á milli þjálfara og fann aldrei neitt sem hentaði mér. En hún kom mér algjörlega á sitt band hvað varðar hreyfingu og markmiðasetningu. Heiða er einstaklega góð í því að gera fjölbreytt, krefjandi en jafnframt skemmtileg æfingarplön og hún hefur alltaf náð að halda mér algjörlega við efnið. Og ekki skemmir fyrir hversu klár hún er í eldhúsinu því hún hikar ekki við að miðla allri þeirri reynslu og þekkingu sem hún hefur þar, til kúnnana sinna. Heiða er einstaklega klár á sínu sviði og þjálfari sem ég get hiklaust mælt með.