Ég bakaði gömlu góðu vatnsdeigsbollurnar í gær og var með sunnudags bollukaffi, það var nammidagur svo ég tók þetta leið og gerði nokkrar útgáfur af rjóma og búðing sem mig langar að deila með ykkur:

Ég elska allt með lakkrís bragði!!
Rjómi með lakkrís síróp útí, namm geggjað combó!! Fékk lakkrís sírópið í Kjötkompaní, en það væst víða núna.
IMG_0486[do_widget „Featured Image“] með lakkrís rjóma, karmellu búðing (Royal búðingur, 1pakki + 250ml mjólk) og dass af salted caramel sósu sem ég átti til frá bakstri um daginn 😛

Rjómi með sykur lausu Nutella kremi sem ég fann í Hagkaup og smakkast alveg eins.
IMG_0488IMG_0511Bolla með Nutella rjóma, ferskum jarðaberjum, bláberjum:P
IMG_0500IMG_0503IMG_0496
By Heidi Ola;)

Ég bakaði hjarta-köku fyrir ástina mína í valentínusargjöf, ég elska að halda uppá svona daga og hef gaman af að og grípa öll tækifæri sem gefast til að gera eitthvað skemmtinlegt saman. Við áttum æðislega dag, hann kom mér á óvart og gaf mér blómvönd ég bakaði köku, svo fórum við með vinfólki út að borða og sáum Mið-Ísland og skemmtum okkur konunglega, æðislegur dagur 🙂

Ég gerði hjarta Toblerone Brownie með rauðu karmellu smjörkremi :P[do_widget „Featured Image“] Hér kemur uppskriftin af kökunni sem ég fann á netinu frá henni Nigellu matreiðslukonu:

¾ bolli (68g) ósættað kakó, sigtað (Ég nota frá Hershey´s, fæst í Kosti)
1 boll (140g) hveiti
1 tsk matarsódi
Dass af salti
140g ósaltað smör
1 ¾ bolli (306g) ljós púðursykur
4 stór egg
1 tsk vanillu dropar
2 Toblerone stikki, 100g hvert, skorið gróft í bits – Ég notaði eitt mjólkursúkkulaði Toblerone og eitt hvítt súkkulaði Toblerone
IMG_0357IMG_0358IMG_0415Hitið ofin í 190gráður. Spreyið form að innan(ég nota PAM-for baking, fæst í Kosti) ég var með frekar stórt hjartaform, 32,5×22,5cm form.
Bræðið smjör í potti á miðlungs hita, bætið sykrinum saman við látið bráðna, hræið í með sleif og látið bráðna saman við.
Setjið öll þurrefnin saman í sér skál og hellið þeim svo útí pottin með smjörinu og sykrinum. (ég sigtaði kakóið svo það væru engir kögglar).
Tekið pottin svo af hitanum og hellið þurrefnunum útí. Og hrærið saman, þetta verður frekar þykkt og stíft. Bætið því næst eggjnum útí bara einu í einu og hrærið vel saman við ásamt vanillu dropunum.
Hellið svo í formið og stráið Toblerone bitunum yfir í lokin.
Bakið í sirka 20 mín. Ég var með mína í 17 mín þá tók ég hana út fannst hún orðin svo dökk. En það stendur einmitt í uppskrftinni frá henni að hún muni koma til með að líta út fyrir að vera brennd en hún er það ekki, deigið er bara svo dökkt.

Ég skar kantana af minni til að koma henni á hjartalaga disk:) og gerði svo bara litla auka bita úr endunum þar sem ég átti svo mikið af kremi, en ég gerði auðvitað tvöfalda uppskrift af kremi, þar sem ég er alltaf svo hrædd um að það sé ekki nóg krem, en eins og segi það er aldrei of mikið af kremi:)

Smjörkrem með karmellubragði:

125gr Smjör
500gr fljórsykur
1 tsk vanilludropar (nota vanalega 2 dropa, þá er ég ekki með karmelludropana)
1/2 tsk Karmellubragðefni í krem (fékk það í Allt í köku). En það er ekki möst.
2 msk sýróp
Rauður matarlitur, ég notaði Super Red krem lit (fæst í Allt í köku). En ég dassaði bara þar til ég varð ánægð með litinn, notaði frekar mikið.

Allt sett í skál og hrært saman. Setti svo í sprautupoka og sprautaði á í rósir sem ég var nú bara að prófa í annað skipið og hef bara youtube við höndina.
IMG_0434
Made by Heidi Ola;)

Translate/

Lesa meira

Mig langaði að deila með ykkur hvað ég nota á húðina mína þegar ég er að gera mig virklega fína 🙂
Ég er snyrtifræðingur og var að vinna við það áður en ég fór að þjálfa. Og hef alltaf haft mjög mikin áhuga á öllu sem viðkemur húð og snyrtivörum. Ég farða mig yfirleitt sjálf fyrir mót og myndatökur og þegar ég hef verið að keppa erlendis þá er mjög gott að geta reddað sér sjálf.
Eitt það besta sem hef kynnst er Primerinn og steinefnafarðinn frá Young Blood. Held að margar kannist við það vandamál að vera farnar að glansa þegar líður á daginn eða kvöldið. Þegar ég er að keppa þá er oftast forkeppni um morgunin og úrslit um kvöldið svo make-upið þarf að endast allann daginn. Þegar ég vil vera virkilega fín þá nota ég primerinn síðan setting powder og svo síðast steinefna púður farðan frá Young Blood.
[do_widget „Featured Image“] Primerinn (eins og bera silki á húðina)
10376138_560972050675087_4057960264470364543_n
Steinefna farðinn (liturinn sem ég nota heitir sunflow, en það eru mjög margir litiri til og sólarpúðrið sem ég nota til að highlighta húðina, en það er alveg matt og heitir Sunshine.
1779264_10152040289157423_390010481_n
Ég og Magnea mín baksviðs á Arnold USA 2014 og erum við báðar með Young Blood farðann á okkur.
1912347_10152040290617423_583681726_n
Seinna sama dag ennþá rosalega fínar 🙂10409403_10152197634862423_1759541272533720803_nVarð bara að láta það fylgja með að ég farðaði Unu Margrét fyrir Evrópumeistarmótið 2014. Hún fór 2 daga í röð á svið og við höfðum ekki mikinn tíma svo hún Una mín svaf með farðann á sér svo að við þurftum bara rétt að púðra yfir daginn eftir og allt var skothellt 😉 PS: Una vann og er Evrópumeistari í Unglingafitness 2014.
By Heidi Ola;)

Það skiptir miklu máli að hugsa vel um líkamann sinn. Stunda reglulega líkamsrækt, borða hollt og síðast en ekki síst er góður svefn okkur gríðarlega mikilvægur!
Ég hafði ekki sofið vel í langann tíma og var alltaf að kvarta yfir að geta ekki lengur sofið á hliðinni því þá fékk ég verk í mjaðmirnar og öxlina. Ég gat bara sofið alveg á bakinu og alltaf með stífan háls. Ég fékk mér nýtt rúm í haust og sef nú loksins vel alla nóttina og er alveg hætt að bilta mér.
Ég skoðaði og prófaði rúm í öllum helstu verslunum bæjarins vel og lengi. Lokaniðurstaðan var Dr.Breus rúm frá Rekkjunni sem er svæðaskipt með þrýstijöfnun og heldur jöfnum hita alla nóttina. Ég gæti ekki verið ánægðari og núna get ég legið hvernig sem mér sýnist og sef eins og engill 🙂 Mæli með að allir hugsi vel um það í hvernig rúmi þeir sofa. Við eigum bara einn líkama og eyðum t.d meiri tíma af ævinni í rúminu heldur í bílnum okkar svo vandið valið vel.[do_widget „Featured Image“]By Heidi Ola;)

Ég fór í hnikk í dag til Magna kírópraktors en ég er búin að fara reglulega til þeirra hjá Kírópraktorastofu Íslands síðan árið 2012 en þá var ég búin að vera undir miklu álagi af æfingum en ég keppti alls 7 sinnum það ár og var í smá erfiðleikum með miklar bólgur í efstu hryggjaliðunum. Ég hef farið reglulega til þeirra og hafa þeir hjálpað mér heilmikið og mæli ég hiklaust með þeim.

Ég mundi alls ekki að segja að hnikking séu eingöngu fyrir þá sem æfa mikið, heldur mundi ég segja að það sé nauðsynlegt fyrir alla að láta athuga líkamann sinn þ.e. hvort allt sé í lagi, við erum jú öll misjöfn. Ég vinn sjálf með líkamann á fólki og það er algengt að fólk kvarti undan verkjum og beiti sér sjáanlega ekki rétt. Til dæmis fólk sem vinnur við tölvur allan daginn er mikið með verki í hálsi og músahendin stíf. Margir með annan fótin styttri, smá mjaðamskekku eða hálsskekkju sem það veit jafnvel ekki af. Það er vert að láta athuga sig, við höfum jú bara einn líkama og eigum að hugsa vel um hann.[do_widget „Featured Image“] IMG_0040

IMG_0041Fyrsti koma til Kírópraktorasofu Íslands byjar á myndgreiningu á hrygg með röntgenmynd.

Blogg by Heidi Ola;)

Í kvöld prófaði ég að gera lax marineraðan á asíska vísu, ég er mikið fyrir asískan mat og elska t.d Nings, bragðmikill matur sem er léttur og hollur.

Ég mixaði saman nokkrum uppskriftum sem ég fann af asískum Lax og er ég sjúk í þetta sæta bragð í bland við engifer og hvítlauk. Svo finnst mér möst að toppa með grænum lauk![do_widget „Featured Image“]

Marinering:
1/4 bolli lífrænt hunang
3 pressaðir hvítlauksgeirar
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjóna edik eða hvítvíns edik (ég notaði hvítvíns átti ekki hitt til, en það er sérskalega notað t.d. í sushi)
1 msk sesam olía
1 msk pressaður ferskur engifer
1 tsk Sriracha sósa, (val, þetta er rauð sterk sósa)
Svartur pipar eftir smekk. Ég dassaði og kriddaði líka smá yfir laxinn.
Allt sett saman í skál og hrært með písk.
1 gott sikki af lax eða bleikju. Ég var með gúrme gott Laxa flak frá Hafinu Fiskverslun og var það rúmlega fyrir 2.
Flakið sett á álpappír í ofnskúffu. Marineringunni hellt yfir eða pennslað yfir. Setti álpapprinn svo aðeins upp á köntunum svo hún læki ekki eins mikið útaf.
Bakað í ofni við 200 gráður í c.a. 15 mín. Fer svolítið eftir stærð á laxinum.
2 grænir laukar, saxaðir smátt og dass af sesam fræjum stráð yfir áður en laxin er borin fram.
IMG_0018Meðlæti:
Brún grjón með steiktum eggjum saman við, smá af græna lauknum yfir þau líka og soðið fersk brokkolí.

Made by Heidi Ola;)

 

Translate/

Lesa meira

Þessar geri ég oft í morgunmat um helgar og eru í mjög miklu uppáhaldi hjá Ella mínum og ekki síður hjá Heimi hundinum okkar 🙂 Hollar og góðar með hverju sem er og allskonar!! Við fórum á skíði um helgina þurftum á hollum og næringarríkum morgunverð að halda fyrir daginn, pönnukökur með próteini úr eggjum og orku úr höfrum er „breakfast of champions“. Núna erum við svo farin að drekka 1 glas af rauðrófusafa á morgnanna en rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, vítamínum og andoxunarefnum. Hann á að lækka blóðþrýsting, auka blóðflæði, örvar meltinguna, hefur hreinsandi áhrif og kickar strax inn!
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift miðað við fyrir 2:
1 bolli Haframjöl
1/2 bolli kotasæla
4 egg
8 dropar af vanillu stevia (hægt að nota án bragðs)
1/2 tsk kanill
1/2 tsk múskat

Allt sett saman í Nutribullet græjuna mína annars hægt að nota hvaða blandara sem er.

Hita svo pönnuköku pönnu og spreya með pam spreyi (ég nota alltaf sérstkat pönnuköku pam sprey sem fæst í Kosti, 0 kcal), ég á svona ekta íslenska pönnuköku pönnu en hægt að nota pönnu sem, jafnvel hægt að nota stóra pönnu og gera bara tvær stórar pönnukökur. Ég fæ sirka 6 stikki úr þessari uppskrift.

Ótrúlega gott að smyrja þær með lífrænu hnetusmjöri og sykurlausri sultu eða bara með hverju sem ykkur dettur í hug. Set mjög oft bara sýróp á þær. Í niðurskurði mundi ég velja Walden Farms pönnuköku sýrópið 0 kcal.

Made by Heidi Ola;)

image-4
image-5

Translate/

Lesa meira

Ég var fengin til að vera snappari fyrir airsmaralind í gær sem sagt sjá um Snapchat fyrir Nike Air í einn dag. Mig langaði að koma fólkinu í gírinn eftir jólafríið og tók meðal annars stöðuna í World Class Laugum. Ég sýndi hvað ég borða, tók æfingu, eldaði og útbjó mér nesti, þar á meðal voru „Hollir hafraklattar“. Ég er búin að fá fjöldan allan af fyrirspurnum um að fá uppskriftina. Það er rosalega gaman að fá svona góðar undirtektir og fá að heyra að maður hafi góð áhrif 🙂
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift:

3 bollar haframjöl (nota Sol grin, rauða)
2 heil egg
1 vel þroskaður stappaður banani
2 msk hnetusmjör (ég er farin að vilja frekar nota fínt lífrænt hnetusmjör frá Sollu í stað þess grófa, því það verður einhvernvegin blautara, meira gúrm)
Dass af rúsínum
1-2 msk kókosmjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk eða dass af maldon salti (mulið)
1/2 bolli af Stevia sykri frá Via-health1/2 bolli Stevia sykur (via-health, má sleppa ég ákvað að prófa, er að prófa mig áfram með þennan skykur í uppskriftir og er að fíla hann mjög vel ég finn engnan mun á honum og venjulegum. En í þessari er alveg nóg sæta í bananum og döðlunum, nema þið séuð sælkerar eins og ég:) og finnst líka eins og hann geri þær aðeins meira krispí sem er oft erfitt i svona hollum klöttum þegar það er ekkert hveiti.

Hrærið öllu saman í skál, ég notaði bara gaffal. Þar til allt er orðið vel klístrað þá set ég það í form með sleif.

Ég hef sett nánast sömu uppskrift hér inná hjá mér áður, undir „Hollir hafraklattar“ en þá gerði ég þá eins og smákökur, einn og einn á smjörpappír. En fyrir þá sem vilja hafa þetta fljótlegt, er mun einfaldara að setja deigið bara allt í eitt stórt form, ég nota silkon form sem ég spreyja að innan með Pam spreyi. (Ég nota sérstakt frá Kosti sem er for baking).
Bakið í ofni á 200 gráðum í sirka 20 mín eða þar til þið sjáið það er aðeins farið að losna frá köntunum og orðið krispí ofan á.
Látið kólna smá og skerið svo niður í eins stóra klatta og þið viljið. En ég sker þetta niður í svona smáköku stærð og þá er nóg fyrir mig 3-4 kökur í morgunmat. Fullkomnað með Hámark 😉 (Holl kolvetni, smá fita og prótein með)
image-2

image
Made by Heidi Ola

Ég veit að jólin eru næstum búin, en það er samt smá eftir eða alveg þangað til á þrettándann. Og finnst mér alveg í góðu að hafa kertaljósin og smá séríur áfram á meðan mesta skammdegið gengur yfir.
Mig langaði að deila með ykkur þessum heimatilbúna jólailm sem hún mamma mín er búin að gera frá því ég man eftir mér. Og finnst mér aljört möst núna að hafa svona jólailm á mínu heimili líka yfir jólin. Ég var búin að leita lengi af hinum fullkomna kertabrennara í þetta, því það þarf að vera svolítið stór skálin til að koma öllum sem þarf í ofan í. Mamma er oft með sósuhita fyrir kerti og skál ofan á. Svo fann ég lausina í Hagkaup um daginn. Keypti mér þessa snilldar fallegu fondue skál með kerta hitara og þá get ég notað það fyrir fondue. Notaði hana lika til að bærða súkkulaði í jólabaksturinn 🙂
jólailmur
[do_widget „Featured Image“] Uppskrift af jólailm:

1 stikki mandarína.
Negul naglar
Möndlur (með eða án híði, gott að mylja þær líka)
Rúsínur
Kanill, dass
Kanil stangir
Jólaglögg (tilbúið í flösku frá Ikea) (má nota líka bara vatn, en þetta er það nýjasta hjá mömmu og setur alveg punktinn yfir ilmin!)

Troðið eins mörgum negul nöglum og þið viljið í mandarínu, setjið möndur, rúsínur, dass af kanil og svo má brjóta kanil stanginar eða hafa þær svona heilar. (þær eru ekki möst) Og helli jólaglöggi svona syrka uppá hálfa mandarínu. Svo er bara kveikt kerti undir og húsið ilmar eins og jólin 🙂

Made by my mom <3

Þessi uppskrift er mjög einföld og fljótleg. Og rosaleg góð með jólakaffinu:)
Möndlukaka með bleiku kremi er upphálds kakan hans afa og baka ég hana reglulega fyrir hann. Ég ákvað að gera eina í jólabúning með hvítu kremi og færa ömmu hans Ella í jólaboð hjá henni á Jóladag.
[do_widget „Featured Image“] Möndlukaka

75 gr smjör
1 dl sykur
2 egg
2 1/2 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk möndludropar
1 dl mjólk

Hitið ofninn í 180°. Spreyið böknunarform að innan með pam spreyi eða smyrjið með smjöri. (Ég nota Pam for baking frá Kosti)
Hrærið saman smjöri og sykri. Bætið eggjum saman við einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnum saman við ásamt möndludropum og mjólk. Hrærið þar til deigið verður kekkjalaust.Bakið í 20 mínútur. Passið að baka hana ekki of lengi svo hún verði ekki þurr.

Glassúr

3 dl flórsykur
3 msk heitt vatn
Skreytti svo með litlum sykur hjörtum <3
(vanalega set ég minna af vatni og rauðan fljótandi matarlit til gera bleikt krem)

Hrærið öllu saman með sleif og hellið yfir kökuna. Ef það er of þykkt þá setjið þið bara meira vatn.

Made by Heidi Ola