Lax með lemon og herb.

Þessi kom skemmtinlega á óvart Ég var bara að leika mér í eldhúsinu og ákvað að prófa að gera mitt eigið lemon og herb krydd þar sem það eina sem til var í búðinni var stútfullt af aukaefnum. Ég vil helst nota eins nátturuleg og hrein krydd og ég get, eins og ég hef áður sagt þá nota ég mest kryddin með græna miðanum frá pottagöldrum (án aukaefna) og blanda oft nokkrum saman. Ég átti svo til timmian sem við Elli höfðum týnt um daginn og þurrkað. Ég var búin að tékka hvaða krydd væru helst í lemon og herb dressingum og ákvað að prófa bara að blanda mína eigin blöndu og kom það ótrúlega vel út.
[do_widget „Featured Image“] Hitaði ofnin á 200° grill.

Sauð ferskan aspas í 5 mín í vatni með smá maldon salti.
Blandaði saman dass af þessu öllu í skál með skeið (gott að nota mortel ef þið eigið það til):
• Rósmarin
• Timian
• Steinselja
• Estragon
• Oregano
• Maldon salt
• Kreist sítróna
• Agave sýróp
Penslaði laxinn (frá Hafinu) með öllu saman og setti í ofn í 10-15 mín, tíminn fer eftir hversu þykk flökin eru. Setti aspasin með í annað fat í ofnin og grillaði hann með í sama tíma.
Setti kartöflu konfekt með í ofnin sem ég fæ tilbúnar í ofnin frá Hafinu (stundum ekki tími fyrir of mikið ves)
Á meðan gerði ég hollandaise sósu úr pakka.
Svo skar ég dýrindis grænmeti sem við fengum gefins beint úr gróðurhúsinu í Reykholti í Biskupstungum. Græn búna pakrikan sem kallast súkkulaði paprika og er aðeins sætari en venjuleg græn paprika.IMG_2534
Gaman að týna svona sjálfur 🙂 settum bara á dagblöð og létum þorna og setti svo í krukku 🙂 (Froosh krukkurnar koma sér vel).

Made by Heidi Ola 😉

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *