Rabbabarapæ með súkkulaði bitum

Við erum með allskonar í sveitinni okkar útá Álftanesi og okkur þykir báðum svo gaman að því að hafa sem mest „beint frá býli“ 🙂 Og tókum við upp fyrr í sumar fullt af rabbabara og þá er ég að meina fullt örgglega 50kg. Og gerði ég rabbabara sultu í fyrsta skipti með leiðbeiningum frá mömmu og prófuðum við að gera líka hollari útgáfu af rabbabarasultu þar sem mér blöskari nú heldur betur sykurinn sem fer í þessa hefðbundunu eða þetta er jú bara 50/50 sykur og rabbabari! Hún er nú góð samt með kjötbollum og brúnni sósu og í hjónabansælununa hennar mömmu 🙂 En þessi holla kom svo skemmtilega á óvart og er erfitt að segja hvor er betri að mínu mati, alls ekki alveg sama bragð en namm það er eru döðlur í henni í staðin fyrir sykur þar sem döður er mjög sætar og allt með döðlum er gott :p Ég setti inn uppskriftina af hollari rabbabarasultu með döðlum hér inn síðst með fylltum muffins.
En ég gerði ekki rabbabarasultu úr 50kg af rabbabara 🙂 Heldur skar ég restina af honum niður í litla kubba og vigtaði passlegt magn í poka og setti í fyrsti svo núna á ég nóg til ef sultan klárast og til að eiga í rabbabarapæ 🙂 sem er eitt það besta!! Og núna er svo komið að annari uppskeru af rabbabara hjá okkur svo maður ætti að eiga nóg til fyrir veturinn.
IMG_0328

[do_widget „Featured Image“] Notið þess í sveitinn í sumar og boðið uppá rabbabarapæ.

Rabbarapæ toppað með súkkulaði uppskrift:

Hitið ofninn í 200°

  • 500 gr rabarbari (má nota frosin, þarf ekki að þíða áður) ég átti hann skorin í 1/2 cm þykkum sneiðum.
  • 2 msk kartöflumjöl
  • Kanil stráð yfir eftir smekk
  • 150gr súkkulaði þið getið notað hvað sem ykkur dettur í hug, og magn eftir smekk, ég hef prófað bæði venjulegt Síríus suðusúkkulaði og Síríus nuggat súkkulaði, Toblerone það var geggjað gott með smá nuggat í 😛 og ætla ég að prófa næst að setja Mars bita 😛

Dreyfið rabbabaranum í eldfast mót stráðið kartöflumjölinu yfir og dreifið vel saman, kridda smá fyrir með kanil (má sleppa), skerið súkkulaði í bita og dreifið yfir, ég fíla að hafa bitana svona aðeins í stærri kantinum eða þannig að maður finni fyrir þeim.

Gerið svo deig í skál, ég nota hnoðaran á Kitchen Aid vélinni en það er líka hægt að hræra þessu bara vel með sleif í skál.

Deig

  • 3,5 dl Hveiti
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl sykur
  • 150 gr smjör

Blandið hveiti, kókosmjöl og sykri í skál. Skerið smjörið í litla bita og bætið í skálina. Ég nota það ráð stundum að skera smjörið ef það er hart niður með góðum ostaskera í sneiðar og hendi svo útí. ­Hrærið þetta saman þar til það myndast litlir kögglar og gróf mylsna. Dreifið deiginu yfir rabarbarann og bakið í sirka 20 mínútur.

Made by Heidi Ola 😉

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *