Ég elska að halda boð
Og bauð æsku vinkonum mínum í mat í gærkvöldi bara svona af því mér þykir svo endalaust vænt um þær og alltaf gaman að fá þær í heimsókn, hlægja saman og slúðra smá Og af því það er Halloween núna á föstudaginn datt mér i hug að hafa smá Halloween þema
[do_widget „Featured Image“]
Ég var allt í hollari kantinum og bauð uppá kjúkling í Tamara með spínati, avocado og Tamara möndlum yfir. Meðlæti var grasker bakað í ofni með fetaost og graskersfræjum. Grískjógúrt sósa. Auka meðlælti og nart með gulrætur og fjólublátt blómkál með spínat dýfu En ég fann fjólblátt blómkál í Hagkaup á amerískum dögum og fannst það svona ekta í þemað, hafði aldrei smakkað né séð það áður, en það smakkast alveg eins og þetta hvíta bara skemmtilegt á litinn og er þetta sérstök tegund sem er svona.
Í desert var ég með Snickers hráfæðisköku sem er uppskrift frá Ebbu matgæðing Ég hef gert hana nokkrum sinnum áður og er hún alltaf jafn góð og var ég búin að gera hana nokkrum dögum áður en hún geymsti vel í frystir og er best beint úr kælir. Smá jurtarjómi, heimagerð karamella með til að toppa Og karamellu kaffi með.
Uppskrift (mjög einföld):
Kjúklingur:
Kjúklingabringur kryddaðar með salt og pipar, settar í eldfast mót, dass af ísl smjöri ofan á hverja bringu, sullaði svo slatta af Tamara sósu frá Sollu yfir þær og pressuðum hvílauk. Bakað í ofni við 180 gráður í 40 mín.
Setti svo heilan poka af spínati í fat, skar bringurnar yfir og hellti smá af Tamara vökvanum yfir stráði svo avocado og Tamara möndlum yfir.
Grasker:
Afhýddi og skar butternut grasker í bita, setti í annað eldfast mót í ofn í sirka 30 mín. Eftir 20 mín hellti ég heilli krukku af fetaost yfir og helming af olíunni með líka. En setti graskersfræin yfir rétt áður en ég setti á borðið. En butternut grasker eru þessi sem eru yfirleitt borðuð svona ekki þessi stóru en það má sennilega nota þau líka.
Grískjógúrt sósa: (uppáhalds með svo mörgu)
1/2 dós Sýður rjómi 5% á móti sirka jafn mikið af Grískri jógúrt
1msk Agave sýróp
1-2 Pressað hvítlauksrif
Svartur pipar eða sítrónupipar
Kreysta smá sítrónu útí
Spínat dýfan var svo frá Tostitos í þetta skiptið, innihaldið í henni kom samt á óvart, ekki eins óholl og ég hélt. En ég mun pósta inn uppskrift sem ég geri bæði holla og óholla spari gúrm seinna
Snickers hráfæðiskakan frá Ebbu:
http://www.eddaosk.com/uppskriftir/kokur/220-snickers-hrakaka